Að skynja meira en margur kærir sig um og að sjá meira en talið er viturlegt. Það getur veitt víðsýni, yfirsýn og innsýn, það getur orðið þungbært, ruglað og hrætt. En þessa gáfu má nota til að skilja dýptina í lífinu og styrkja sitt eigið sjálf, einnig má nýta þessa hæfni öðrum til framdráttar í von um að þau hljót sjálfstyrk.
Til þess þarf innsæi.
,,Innsæis hugsun er helg hæfni og rökvísin er trúr þjónn.
Við höfum skapað samfélag sem heiðrar þjóninn og hefur gleymt hæfninni.“