Tilvist er fyrsta námskeiðið af fjórum sem ég er að vinna að um þessar mundir. Námskeiðin eru til þess unnin að útskýra og tengja saman eðlisfræðilögmál sem þekkt eru í heimi vísindana og lögmáli tilfinninga ljóss þar sem tilfinningar eru túlkaðar sem eitt af skilningar vitunum. Einnig á ég eftir að glíma við að setja upp heimsmynd mína miðað við hvað ég skynja og hef verið að vinna að í gegnum árin. Námskeiðin eru sett upp með ljóði og tilvitnunum, sem sagt klippitextar með myndum, sett upp sem stafræn, ljóðræn, heimilda myndlist. Njótið 🙂
Undir flipanum Námskeiðið- er einnig að finna glærurnar á PDF formi til frekari glöggvunar.
Annað námskeiðið ,,Jafnvægi“ er væntanlegt í næsta mánuði. Ég vinn að því stöðugt en vandvirknin tefur mig, og tíminn flýgur.