Framþróun

Framþróun

Í heiminum á sér stað stöðug framþróun, allt færist úr einum stað til annars eða flæðir úr einni áttinni í aðra, allt er á hreyfingu. Framþróun, eða framvinda er breytingum háð og því er lífið í heild sinni breytingum háð. Breytingarnar sem hreyfing flæðisins gefur okkur er frelsi til að halda áfram, líta í önnur horn, sjá fleiri vinkla, skipta um hlutverk, öðlast víðtækari reynslu, fá meiri yfirsýn og öðlast þar með meiri skilning til að geta sætt okkur sem best við að vera það sem við í raun erum.

Þegar við rönkum við okkur og finnum okkur í lífinu að takast á við samfélagslegar aðstæður, samferðafólk okkar og þar á meðal okkur sjálf þá skiljum við oft ekki hvers vegna við erum stödd á þessum tiltekna stað  á þessum slóððum með þessu fólki í þessari aðstöðu. Völdum við að standa þar eða vorum við leidd þangað, hvað var það sem hafði áhrif á val okkar, var það meðvitað eða ómeðvitað eða spáum við alls ekkert í hver eða hvar við erum. Er við könnum þá möguleika sem eru fyrir hendi til að skilja betur þá gerum við okkur grein fyrir því að það eru ákveðnir þættir sem hafa jafnan afgerandi áhrif á val okkar og sumir þessara þátta eru meira afgerandi en aðrir. Þessir þættir eru vinklarnir sem skapa veröld okkar, veröld hvers og eins.

Samfélagsleg og félagsleg staða er sá áhrifaþáttur sem hefur mest áhrif á okkur, hún gefa okkur gildin um það hvað við megum gera og hvað við megum hugsa eftir því í hvaða stöðu við fæðumst inn í. Barnæskan og uppeldið setur mark á þær grunnskilyrðingar sem okkur eru tileinkaðar. Fyrirmyndirnar gefa okkur grunntóninn að þeim viðmiðum og markmiðum sem við setjum okkur. Samferðafólkið gefur okkur samhljóm fyrir það hversu raunhæf viðmiðin og markmiðin eru. Við sjálf gefum svo grunntaktinn fyrir því sem við skiljum og áorkum á lífsleiðinni. Afstaða okkar til þessara áhrifaþátta er það hver við erum sem einstaklingar á þessum tímapunkti í þessari tilvist.

Framþróun

Framþróun

Jafnvægi

Jafnvægi er ástand sem gefur okkur þá vissu að stöðgleikinn sem við upplifum í lífinu sé að öllum líkindum óhagganlegur. Það er ekki fyrr en að eitthvað eða einhver raskar þessum stöðugleika að við upplifum ójafnvægi. Röskun er sá áhrifaþáttur sem stuðlar að breytingum á högum okkar á einn aða annan máta.

LÍTILS háttar röskun í umhverfinu getur leitt af sér margfalda sveiflu í vistkerfinu og haft þannig afdrifarík áhrif á lífsafkomu manna.

http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1197878/

Náttúrleg röskun er þó harla ólík röskun af mannavöldum.

https://visindavefur.hi.is/svar.php?id=26379

Náttúruleg röskun

Náttúruleg röskun.

Rannsóknir hafa sýnt að sum vistkerfi þrífast ekki almennilega án náttúrlegrar röskunar. Því náttúran leitast alltaf við að ná jafnvægi með aðlögunarhæfni og framþróun.

Í röskun af mannavöldum er engu hlíft, hvorki plöntum né dýrum og ólíklegt er að vistkerfið nái nokkurn tímann að jafna sig.  https://visindavefur.hi.is/svar.php?id=26379

Röskun af mannavöldum.

Röskun af mannavöldum.

Áhrif námuvinnslu ljós

AÐ SÖGN Árna Einarssonar varpa niðurstöðurnar sem birtar eru í tímaritinu Nature einnig ljósi á áhrif kísilgúrvinnslu á lífríki Mývatns. Í fréttatilkynningu frá Náttúrurannsóknastöðinni er bent á að stofnsveiflur í vatninu mögnuðust fljótlega eftir að námugröftur á vatnsbotninum hófst 1967, en starfseminni var hætt 2004. Orsakasamhengið milli röskunar á botni Mývatns og átubrests í vatninu liggi nú ljóst fyrir fræðilega séð. „Við teljum okkur núna skilja gangverkið í þeim sveiflum sem eiga sér stað í Mývatni.

Það má orða þetta svo að ef menn vildu magna upp náttúrulegu sveiflurnar væri gott ráð að grafa holu í botninn sem tekur fæðuna frá mýlirfunum. Menn hafa grafið stóra og mikla holu í vatnsbotninn og upplifað miklu dýpri sveiflur en áður þekktust í þessum mæli og það hefur riðið bleikjustofninum að fullu. Þessi tengsl eru í okkar huga orðin eins örugg og hægt er að reikna með.“

http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1197878/

Mýflugur við Mývatn.

Mýflugur við Mývatn.

Helstu orsakir þess að tegundir hafa dáið út undanfarnar aldir tengjast ofveiði og búsvæðaeyðingu, en einnig mikilli röskun á vistkerfum sem hlotist hefur af innflutningi dýra (oft ómeðvitaður) inn á svæði þar sem þau voru ekki áður. http://www.visindavefur.is/svar.php?id=5834

Því allt hefur áhrif á allt, hver hlutur hefur áhrif á annan hlut, eins og hver og ein orku uppspretta hefur áhrif á aðrar orku uppsprettur. Hver vera hefur áhrif á aðrar verur eins og hver hreyfing hefur áhrif á aðra hreyfingu, sama hvort hún sé mjög hröð eða að hún sé mjög hæg. Allt leitast við að ná og halda jafnvægi.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s