Ljóðin

Hér fyrir neðan eru ljóðin úr fyrirlestrunum. Þau eru gerð til þess að leiða lesandann í gegnum glærpakkan með því að tengja efnisinnihald hverrar glæru saman. Þau má lesa auðveldlega í myndskeiðum hvers fyrirlestrar sem eru staðsettir undir hverju ljóði fyrir sig. Ljóðin má kalla GRUNNURINN AÐ VERUND OKKAR.

Tilvist

Við erum einstaklingar í líkama samsettum af mörgum mismunandi þáttum af mismunandi stærðum gerðum og fjölda, sem virðist endalaust hægt að greina niður í smærri og smærri einingar.

Alveg niður í þær smærstu og í þær allra smærstu, niður í það ósýnilega sem alla undrar.

Þá þurfum við að sleppa skilyrðingunum og hugsa alveg upp á nýtt með því að víkka út hugann, í nokkrum skömtum þó.

Þá rennur upp ljós í bylgjum ákveðinnar tíðni um grundvöll verundar sem er segulmögnuð og umvefur allt.

Hún er strengjum háð stórum sem smáum sem snúast á mismunandi vegu og margan máta.

Geislun sólar sem hreyfir við öllu stig magnandi.

Fullkominn búnaður sem vermir og gefur orku, sem flæðir með og án þrýstings.

Verund sem skiptist en ekki alltaf jafnt hún þróast og hefur gert frá því aðeins það ósýnilega var til.

Það ósýnilega þarf að hugsa sem í fjórvíðu rúmi.

Orkan er til staðar í litum hins sýnilega litrófs, litum regnbogans sem eru endurkast sólargeisla.

Ljós sem brotnar niður og aðgreinist í lengri og styttri bylgjur sem eru orka með mishraða sveiflutíðni og mismunandi tilgang.

Í mismunandi tilvist mis meðviðtaðra vitunda sem takmarkast við eigið sjálf.

 

 

Jafnvægi

Það afl sem hreyfir við okkur hefur áhrif á afstöðu okkar gagnvart tilverunni.

Þau svið sem streyma, hlaðin orku, skapa stöðugt rafmagnaða spennu milli hlaðinna agna.

Þær flæða milli staða snúast og sveiflast óendanlega.

Við takmörkun stöðugs frelsis verður takmörkun þeirra þvinguð af röskun og af mannavöldum.

Hvernig finnum við jafnvægið.

Við framþróun leitum við jafnvægis og notum til þess það sem við höfum, orkuna, til að halda jafnvæginu milli þeirra allmörgu misjöfnu þátta, í hinni óendanlegu verund hinna fjölmörgu blæbrigða af misjöfnu litrófi lífsins.

Við upplifun okkar af áhrifum þeirra þráða sem þræða hin ýmsu djúp reynsluheimsins forðumst við að skoða eigin dýpt.

Hlutleysi er lykill til sáttar og skilnings á eigin verund og eigin grunni í sameiginlegum alheimi.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s