Meðvitund um jafnvægi

Aðferðir til að vinna sig til jafnvægis.

Markmiðið með að vinna sig til jafnvægis er :

 • Að lifa í sátt við sjálfan sig og þar á meðal aðra.
 • Að getað umborið sjálfan sig og þar á meðal aðra.
 • Að getað gefið af sér og þar á meðal þegið.
 • Að getað elskað sjálfan sig og þar á meðal aðra.
 • Að getað virt sjálfan sig og þar á meðal aðra.
 • Að getað skilið sjálfan sig og þar á meðal aðra.
 • Að getað verið aðeins í sjálfum sér og á meðal annarra.
 • Að taka fulla ábyrgð á verund síns eigin sjálfs og tifi síns eigin ljóss.

Þar sem einbeiting er kyrrstaða () eins og einbeitt hugsun, tilfinning er hreyfing (+) eins og frelsið til upplifunar, þurfum við að vera meðvituð um bæði (=), svo við getum tileinkað okkur nægt hlutleysi til að njóta beggja póla og læra að láta þá vinna saman sem eina heild er eina leiðin til að finna jafnvægið.

Hugleiðsla er góð leið til að æfa bæði.

Lífsleikni og leiðin til tilfinningagreindar getur einnig hjálpað okkur að skilja og byggja okkur upp tilfinnanlega (http://doktor.is/grein/lifsleikni).

Gjörhygli (mindfullness) er einnig athygliverð leið.

Öll útivera og hreyfing auk samvistar í nærandi félagsskap sem veitir okkur samhljóm á einn eða annan máta styrkir okkur og gefur okkur hugmyndir um hvar við viljum vera, hver við viljum vera og með hverjum.

Að vera meðvituð.

Til að getað flutt meðvitundina meðvitað
veðum við að sætta okkur við að:

 • Vera staðsett á þeim stað þar sem við erum
 • Vera samferða þeim verum sem lifa með okkur
 • Vera sú lífvera sem við erum
 • Vera á þeirri leið sem við erum, að takast á við þau verkefni sem stöndum frammi fyrir.
 • Vera á því þroskastigi sem við erum á.

Því þetta hefur jú allt sinn tilgang fyrir okkur sem og alla þá sem ganga með okkur í jarðvistum, alveg sama hvort við gerum okkur grein fyrir því eða ekki. Alveg eins og að jörðin var alltaf hnöttur, sama hvort menn gerðu sér grein fyrir því eða ekki.

Eftir því sem við náum að vinda meira ofan af reynslunni finnum við meiri samhljóm með öðrum, öðlumst meiri víðsýni og þar með meiri skilning til að getað markað dýpri spor í okkar eigin þágu sem og annarra. Því öll orka leitast við að ná aftur jafnvægi, alveg sama á hvaða formi hún er, því erum við öll á leið okkar til skilnings á eigin tilveru.

Vitundarflutningur er að geta flutt vitundina, á milli staða, á milli hluta, á milli orkusviða, að færa meðvitundina inn í efni, aðstæður, minningu, inn á við og út á við.
Við það öðlumst við sem víðfemastan skilning á sjálfum okkur og öllu öðru.

Verkfæri : Einbeiting og tilfinning

Leit að tilfinnanlegu jafnvægi er leið til að átta okkur á sjálfum okkur, vera meðvituð um okkur sjálf, tilfinningar okkar og umhverfi. Í slíku jafnvægi eigum við auðveldara með að víkka út vitundina og ferðast með vitundinni um innri veröld, önnur svið og aðrar víddir.

Tilfinningalegt jafnvægi er ferðalag um óendanleikann, frá þeim stað að vera ómeðvitaður og til þess staðar þar sem hægt er að ferðast endalaust meðvitað.

infinity

Við erum vitund, við upplifum tilveruna. Upplifun er tilfinning eða tilfinnanlegt ástand

Vitundarvakning er að vakna til vitundar um eitthvað, að öðlast annan skilning á fyrri upplifun, þannig öðlumst við reynslu. Reynslan hjálpar okkur að flokka upplifanir og ná þannig meiri yfirsýn yfir þær. Er yfirsýninni er náð getum við fengið annan skilning á fyrri upplifunum.

Því meiri skilningur því víðtækari sýn fáum við í stað takmarkanna.

Upplifun er besti kennarinn.

Hvert vitundarsvið er lýsandi fyrir þann skilning sem við getum öðlast á sjálfum okkur á hverju sviði fyrir sig. Við tengjumst vitundarsviðunum í gegnum orkustöðvarnar.

Eiginleikar vitundarsviðanna skyggð

Orkusviðin eru einn hluti af mörgum sem hjálpa okkur til við að öðlast víðtækari reynslu og þar með meiri yfirsýn.  Eins og hreyfingar ljósbylgju þræðum við orkusviðin upp úr og niður úr til að öðlast þann skilning sem við þörfnumst, bæði til þess að átta okkur á þvi hver við erum og að sætta okkur við það. Inn á þessum sviðum lifum við vitsmunalífi í orkulíkama hvers grunntóns fyrir sig eins óháð og við lifum í efnislíkama. Við getum alltaf séð niður á sviðin fyrir neðan okkur og eigum jafn erfitt með að sjá sviðin fyrir ofan okkur og við eigum erfitt með að sjá önnur svið af efnissviðinu.

Til að öðlast meiri víðsýni og þar með meiri skilning þurfum við að læra að líta upp úr einingarmiðuðum (ein eining, einn, ég einn/ein, ein leið, ein lausn, ein niðurstaða, eitt rétt viðhorf) hugsunum og sjá hvernig allt er tvíbent (tvær einingar, tveir, við, ein leið hefur tvo punkta upphafs og endis, tvær lausnir, tvær niðurstöður, tvö rétt viðhorf)  í heiminum og horfa á tvíbent eðli hlutanna Því er þú vinnur þig inn í hlutina vinnurðu þig einnig út úr þeim. Er þú vinnur þig frá eitthverju vinnur þú þig einnig inn að því, Það sem þú vinnur þér til óleiks vinnur þú þér einnig til leiks, því fátt er svo með öll slæmt að ekki boði nokkuð gott ;). Það hefur allt sínar tvær hliðar, og jafn vel enn fleiri (Margar einingar, fleiri, við öll, ein leið hefur marga punkta upphafs og endis, margar lausnir, fleiri niðurstöður, mörg rétt viðhorf byggð á forsendum þess er þau eygir) og flest verður til fyrir verkan margra samverkandi þátta. Þótt leiðin virðist oft einstrengingsleg þá er alltaf ákveðin framþróun sem gefur leiðinni annan vinkil, sem skapar þar með aðrar lausnir, leiðir og vanda eins og árfarvegur sem hlykkjar leið sína til sjávar, eins og uppstreymi lofts í veðrahvolfinu, sjávarföll á milli stranda, flæðið í óendaleikanum. Því ekki er allt sem sýnist nema að það liggi í augum uppi  😉

Hver hlutur hefur áhrif á annan hlut, eins og hver og ein orku uppspretta hefur áhrif á aðrar orku uppsprettur. Hver vera hefur áhrif á aðrar verur eins og hver hreyfing hefur áhrif á aðra hreyfingu, sama hvort hún sé mjög hröð eða að hún sé mjög hæg, hvort hún sé í rúmi og tíma eða rúm-tíma.   Því allt hefur áhrif á allt, hver hugsun, hvert orð, hver hreyfing og hver atburður hreyfir við viðkvæmu jafnvægi okkar. Þess vegna ber okkur sem einstaklingum að bera ábyrgð á sjálfum okkur samkvæmt bestu getu miðað við tíð og tíma, og ef við erum ekki sátt við getu okkar til sjálfsábyrgðar höfum við ávallt tækifæri til að bæta frammistöðu okkar gagnvart okkur sjálfum sem og öðrum J

Þessi langa leið er það sem við köllum framþróun en hana eigum við erfitt með að skilja er við lítum hana frá svo þröngum sjónarhóli sem efnisvitund okkar ein býður upp á, eins og það að þurfa að þræða allar götur ójafnvægis og misskilnings til að ná aftur jafnvægi við allt og alla. En þetta gerum við til að koma flæði á framþróun þyngri orku en flest okkar hafa gert sér grein fyrir að sé til. Við sjáum þó marga samsvarandi þætti í efninheiminum og þeim sem koma fyrir innan annarra vídda og  annarra heima, því það er margt í mörgu, og margt svipað til, margt sem tónar saman, og margir þræðir skapa sama vef, allt lýtur þetta sömu lögmálum og tifar í takt við sama púlsinn.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s