Orkutónar

Orkutónar

Orkutónar eru litatónar þeirrar orkusveiflu sem fyllir orkustöðvar, orkulíkama og vitundarsvið. Þeir tóna líka inn á ákveðna flóru tilfinninga og inn á ákveðin lífsskeið einstaklinga. Orkutónarnir eru í takt við litatóna litrófsins, orkumagn og tíðni litanna. Orkusveiflurnar (orkutifið) eru kraftmeiri eftir því sem orkutónninn er hærri líkt og tíðni rafsegulbylgna/ljóss.

Hér verður aðeins farið inn á þá sjö tóna sem tilheyra efnissviðinu, sem eru þeir sömu og litatónar sýnilegs ljóss. Komið verður inn á aðra tóna síðar, en það verður að byrja einhversstaðar.

Litatónarnir eru þræddir frá rauðum til hvíts í samhljómi við kraft og liti rafsegulbylgna.

Okustöðvar

Rauður

Litur móður jarðar
Táknar öryggi
Er sterkur og kraftmikill

Veitir öryggi, er sefandi, verndandi, uppbyggjandi og endurnærandi.

Mænurótarstöðin er vagga móðurinnar þar sem meðvitundin um hreinleika hvílir.
Orka mænurótarstöðvarinnar er oft kölluð kundalini orka sem sýnir andlegan þroska okkar eftri því sem hún teygir sig nær hjartastöðinni, mjög öflug sjálfsheilunar orka.
Þetta er fjögurra orkuþyrla (krónublaða) orkustöð og tengist eterlíkamanum, fyrsta lagi árunnar á tíðni efnislíkamans.
Í árunni kemur rauðiliturinn fram sem sársauki.

Hún hefur áhrif á marga þætti líkamans eins og nýru, nýranahettur, góð áhrif á blóðrásina og æðakerfið, þvagblöðru, kynfæri, æxlunarkirtla, setbein, mjaðmir, spjaldhrygginn, rófubein, hryggsúluna, hluta af skjaldkyrtli (Thyroid cervix), fallristilinn, grindarholshluta sogæðarkerfisins og lærkrikann.

Til að magna upp og finna rauðu orkuna í líkamanum og opna rótarstöðina er hægt að tóna með eftirfarandi tónun: Ú – LAM – DO.

Til mótvægis við rauðu orkunni er hægt að nota hvíta geislann, 4. geisla. Erkiengilar hans eru Gabríel og Hope, verndararnir (elohímar) Pallas og Aþena og meistararnir Serpis Bay og Celeste. Dyggðir 4.geislans eru hreinleiki og von. Hann tilheyrir musteri upprisunnar.

Orkusteinar sem hafa góð áhrif á rauðu orkuna og nota má til að tengjast henni eru meðal annars:
Eldkalsít, rautt jaspis, Arisona agat, Eldagat, rautt granet, ródokrosít, rautt tígrisauga, rúbín, blóðsteinn og glærir og hvítir steinar.

Órans

Litur lífsorkunnar
Táknar sjálfsöryggi
Er heitur og styrkjandi

Veitir sjálfsöryggi, gefur góða og jákvæða sjálfsmynd sem ljær okkur virðingu fyrir öllu lífi.

Órans liturinn tilheyrir hvatastöðinni sem er staðsett á spjaldhryggnum eða rétt fyrir neðan nafla. Hvatastöðin er sæti sálarinnar, þar sem sálin festir sig í musteri líkamanns. Í þessar orkustöð geymum við minningar okkar ásamt því flæði karma sem mótar litninga í sæðisfrumum og eggjum.
Þetta er sex orkuþyrla (krónublaða) orkustöð sem táknuð er með stjörnu sigurs og tengist inn á tilfinningalíkann, öðru lagi árunnar.
Órans orkan er logi frelsis, umbreytingar og fyrirgefningar. Í árunni sýnir órans liturinn gleði, þrótt og lífshamingju.

Órans liturinn tengist inn á líffæri eins og milta, nýru, hormónakirtla, æxlunarkerfi, PMS (fyrirtíða spenna), þvagfærakerfið, rófubein og spjaldhrygg.

Til að magna upp og finna óranslitur orkuna í líkamanum og opna hvatstöðina er hægt að tóna með eftirfarandi tónun: O – VAM – RE
Til mótvægis við órans orkunni er hægt að nota fjólubláa logan, 7.geisla. Erkienglar hans eru Zadkíel og Ametyst, verndararnir (elohímar) Arcturus og Diana og meistararnir Greifinn og Lafði Portía. Dyggðir 7.geislans eru helgiathafnir og frelsi, hann tilheyrir musteri frelsisins.
Orkusteinar sem hafa góð áhrif á órans orkuna og nota má til að tengjast henni eru meðal annars:
Eldagat, órans aventurin, citrin, eisenkvars, jaði, karneól, kórall, mánasteinn, raf, rautt tígrisauga og allir fjólubláir steinar.

 

Gulur

fhgjg

Grænn

 

Blár

 

Indigóblár

Litur meðvitundar
Táknar visku
Djúpur og yfirvegaður

Vinnur gegn sársauka, gefur góða yfirsýn og skíra innsýn.

Indigóblái  tilheyrir ennisstöðinni sem er staðsett 1–2 cm ofan við augnbrúnirnar á miðju ennisins og er einnig kölluð þriðja augað.
Indigóblái liturinn er litur meðvitundar æðri máttar og kemur inn með vísindi sannleikans. Þetta er litur þekkingar og visku. Hann eykur á næmni og innsæi og gefur glögga sýn á mörkin milli jákvæðra og neikvæðra þátta.
Þetta er 96 orkuþyrla (krónublaða) orkustöð og tengist inn á líkama æðri máttar, Celestial líkamann, sjötta lagi árunnar.
Indigóbláa orkan er mjög kraftmikil orka til heilunar.

Indigóblái liturinn kemur inn á líkamssvæði eins og enni, ennisholur, augu, innari eyru, ytri eyru, heiladingul og miðtaugakerfið.

Til að magna upp og finna indigóbláu orkuna í líkamanum og opna þriðja augað er hægt að tóna með eftirfarandi tónum : I – OM – LA.

Til mótvægis við indigóbláu orkunni er hægt að nota emeraldgrænan orku, 5. geisla. Erkienglar hans eru Rafael og María, verndarar (elohímar) Vista og Crystal og meistarar Hilarion og Rochelie. Dyggðir 5.geislans eru sannleikur og vísindi, hann tilheyrir musteri sannleikans.

Orkusteinar sem hafa góð áhrif á indigóbláu orkuna og nota má til að tengjast henni eru í dökkbláum, fjólubláum og grænum litum og eru meðal annars: Akvamarín, Amazonít, Ametyst, Asúrít, Blátt rákótt agat, Írisagat, Flúorít blátt og fjólublátt, Gel Litíum Silica, Hauksauga(fálkaauga), Kalsedón, Kyanít, Labradorít, Lapis lapzuli, Safír, Sósalít, Strombolít,Tanzanít, Tópas, Túrkis og blátt Túrmalín.

Hvítur

Litur sannleikans
Táknar hreinleika
Gefandi og verndandi

Uppspretta allrar orku sem inniheldur alla aðra orkuliti og er þar með kraft mesta orkan.

Hvíta orkan tilheyrir hvirfilstöðinni sem er staðsett ofan á kollinum. Inn um þesa orkustöð tökum við á móti vísidómi sannleikanns frá huga þess æðra. Þessi vísidómur gefur fullkomna þekkingu sem fæst án lærdóms og reynslu. Hvíta orkan og hvirfilstöðin er tenging hvers og eins við hið efra þar sem sannleikurinn er lífið og lífið er þekkt. Hvirfilstöðin skapar einskonar segulmagn sem dregur orku móður jarðar upp í gegnum mænuna og allar orkustöðvarnar, fyllir okkur lífi.
Þetta er 974 orkuþyrla (krónublaða) orkustöð þar sem hluti þyrlanna er fjólublár, hún tengist inn á orsakalíkama æðri hugmynda, andlega sviðið, sjöunda lagi árunnar. Gefur okkur hugsanir eins og ; ég veit – ég er. Hvíta orkan hjálpar til við að endurraða við breytingar, kemur okkur inn í hinn nýja farveg. Þetta er því litur upprisu (dauða) og endurfæðingar. Hvíti liturinn veitir okkur vernd gegn öllu því sem við þurfum vernd fyrir þar sem orkan er mikil, hrein orka sannleikanns.

Hvíta orkan tengist inn á líffæri eins og heila, heilaköngul og hár á höfði.

Til að magna upp og finna hvítu orkuna í líkamanum og opna hvirfilstöðina er hægt að tóna með eftirfarandi tónum: Í – Allt hljóð – TÍ.

Til mótvægis við hvítu orkunni er hægt að nota gullingula orku, 2.geisla. Erkienglar 2.geisla. Erkienglar hans eru Jofiel og Constance, verndararir (elohímar) Cassiopez og Minerva og meistararnir Lanto og Debra. Dyggðir 2.geislans eru viska og uppljómun, hann tilheyrir musteri viskunnar.

Orkusteinar sem hafa góð áhrif á hvítu orkuna og nota má til að tengjast henni eru í hvítum, gullgulum, gylltum, glærum og fjólubláum litum og eru meðal annars: Alexandrít, Ametyst, Bergkristall, Citrín, Flúorít (fjólublátt, gult, hvítt), Gel litíum silica, Herkimerdemantur, Hvítt rákótt agat, Jaspis hvítur, Kórall hvítur, Krysocolla, hvítur Kvarskristall, Ópall, Pýrít, Selenít, Strombolít og gulur Tópas.

 


Orkutónarnir fylgja þeim eðlisfræðilögmálum sem þekkt eru í dag, eins og þéttni orku, verkan þyngdarkrafts í hlutfalli við massa hluta, áhrifa hringhreyfingar og miðasóknarafls. Áhrif tímarúms á orkuumhverfi  er vert að skoða þar sem hver hlutur hefur áhrif á annan hlut. Er því orkujafnvægið frekar viðkvæmt í orkuumhverfi þar sem flæðið fær ekki notið sín með.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s