Tilfinnanlegt ójafnvægi

Tilfinnanlegt ójafnvægi.

Leið okkar til framþróunar, þroska og skilnings á sjálfum okkur er í gegnum reynslu. Reynsla hlýst af upplifunum á aðstæðum og af áreiti þeirra atburðarása sem lífið býður okkur upp á en er ekki bundin lífaldri einstaklinga.

Við erum vitund, við upplifum tilveruna. Upplifun er tilfinning eða tilfinnanlegt ástand sem fyllir vitundina. Vitundarvakning er að vakna til vitundar eða meðvitundar um eitthvað, að öðlast annan skilning á fyrri upplifunum, þannig öðlumst við reynslu. Reynslan hjálpar okkur að flokka upplifanirnar og ná þannig meiri yfirsýn yfir þær. Er yfirsýninni er náð getum við fengið annan skilning á fyrri upplifanir. Því meiri skilning sem við öðlumst því víðtækari sýn og reynslu fáum við í stað takmarkana.

Takmarkanir

Takmarkanir  eru sá þáttur í vitund okkar sem takmarka sýnina á þær aðstæður sem við stöndum frammi fyrir. Takmarkanir geta verið það mótlæti sem við lendum í, mótlæti sem hindrar okkur í að ganga aðeins í eigin takti. Þær eru eitthvað sem neyðir okkur til athafna, eithvað sem neyðir okkur til að hugsa upp á nýtt, þurfa að finna taktinn aftur, finna annan takt eða að ganga í takt við aðra. Skilyrðingar öðlumst við er við erum svipt frelsinu til að upplifa verund okkar.
Við skilyrðumst við ójafnvægi í umhverfinu og ójafnvægi í samskiptum, ójafnvægi veldur okkur sársauka sem gefur af sér ótta, óttinn getur valdið okkur reiði, allt að bræði en mótlæti getur valdið okkur vonbrigðum, allt að gremju.

Ótti er tilfinning, ótti er upplifun og einn af tilfinningaþáttunum sem auka á reynslu okkar. En til að öðlast skilning á þessari reynslu verðum við að fara í gegnum ferli upplifana sem þræðir fjölda tilfinningaþátta, í gegnum áhrifaþættina frá orsök upplifana til tilfinnanlegrar afstöðu til þeirra, í litbrigðum orkutónanna og tíðni vitundarsviðanna.

Aðstæður sem við erum í og áreitið sem við upplifum eru þeir áhrifaþættir sem kalla má orsökina að upplifuninni, afleiðingin af upplifuninni gefur okkur oftar en ekki hvata til framkvæmda. Er við höfum framkvæmt eftir hvatanum tileinkum við okkur ákveðinn hugsunarhátt sem setur okkur í tiltekna afstöðu gagnvart orsök upplifunarinnar og tilfinningaþættinum sem hún hreyfði við.

Útslýring á G og BTöflurnar sýna tilfinningaþætti tilfinninga ójafnvægis sem settir eru upp eftir áhrifaþáttum, frá orsök til afstöðu, og litatónum vitundasviðanna.

endurbætt áhrifaþættir

Bræði og Gremja þrædd með skkyggingu

Er við förum að fara niður litróf vitundasviðanna og/eða frá afleiðingu til orsakar eða jafnvel farin að fara þvers og kruss í töflunum sýnir það að við erum orðin vel tilfinnanlega týnd. Einnig geta tilfinningaþættirnir í töflunum tveim blandast saman og skapað enn meiri tilfinninga óreiðu. Þá þurfum við virkilega að fara að vinda ofan af okkur og reyna að finna grunn ástæðurnar og orsakirnar fyrir örvinglan okkar.

Helstu grunnþættir ójafnvægis, eru tilgreindir í töflunum hér að ofan, þeir eru lýsandi fyrir upplifun okkar af eymd og áföllum, sem leiða okkur oft til gremju og bræði. Þessir tilfinningaþættir eru oftar en ekki byggðir á misskilningi sem hlýst af takmörkuðum skilningi okkar á  eigin verund. Það eru takmörk þess sem við þekkjum, þess sem við sjáum, heyrum, og skiljum af eigin reynslu og þeirrar yfirsýnar sem við getum tileinkað okkur miðað við þá afstöðu sem við erum í. Við mótlæti hreyfir áhrifaþáttur tilfinnanlegu upplifunarinnar við viðkvæmu jafnvægi okkar þannig að leið okkar tekur aðra stefnu en við ætluðum eða gerðum ráð fyrir. Orsökin veldur okkur ójafnvægi, þá er stöðugleikinn sem við upplifðum á leið okkar ekki lengur til staðar, þar sem ákveðinn áhrifaþáttur breytti stöðu okkar. Við slíka breytingu, sem og allar breytingar, upplifum við óöryggi.  Ferli reynslunnar í gegnum áhrifaþættina, frá orsök til afstöðu, er leið sem við getum notað til að leita aftur jafnvægis og vinna bug á óörygginu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s