Tilfinningar

Tilfinningar

Skilningarvitin fimm eru sjón, heyrn, snerting, bragð og lykt. Jafnvægisskynið, varmaskynið og sársaukaskynið eru líka viðurkennd skynfæri. Eins eru til skynfæri annara lífvera eins og rafskyn ýmissa hákarla og segulskyn margra fugla.

Tilfinningar eru eitt af skilningavitunum, oft kallaðar sjötta skilningarvitið því það hjálpar okkur að skilja hluti sem eru ekki efnislegir, t.d. upplifanir, andrúmsloft, að fanga augnablikið, minningar, draumóra og þannig. Einnig fáum við á tilfinninguna hvernig öðrum líður, hvernig stemmingin er í húsinu, við finnum okkur; tilfinningalega, sem einstaklinga, sem hluta af fjölskyldu, hluta af samfélagi, sem vitsmunaveru. Okkur finnst við vera sæl, södd, leið, stór, smá – algjörlega burtséð frá því hver raunin er.

Tilfinningar eru orka, tilfinningaorka samanber tilfinningahiti, stress, eirðarleysi og allskyns þættir hafa áhrif á líkamsstarfsemi okkar. Tilfinningaorkan hefur einnig áhrif á hvernig við beitum líkamanum og hvar kvillar setjast að á okkur og í okkur. Það fer eftir hvernig stjórn við höfum á tilfinnningaorku okkar og hversu góða stjórn, hvernig okkur vegnar í lífinu og hvert við stefnum. Við skynjum tilfinningaorku annarra því að þessi orka, sem og önnur fínleg orka, flæðir í gegnum okkur. Við erum misjafnlega næm fyrir tilfinningaorkunni, það fer eftir hversu vel við höfum náð að skilyrða tilfinningar okkar eftir eigin hentugleik eða annarra. Allir finna tilfinningaorku,við nálgumst hana og notum á þann máta sem er hentugast fyrir hvern og einn, hverju sinni.

 

Flæði tilfinningaorku

Þar sem lítil hreyfing er af mannfólki því meiri tilfinningaorka safnast saman , en því meiri sem hreyfingin er því meir dreifist úr tilfinningaorkunni, eins og rykagnir sem safnast fyrir í hornum og á þeim stöðum sem lítil hreyfing er, eins loða þær oft við og dragast að ákveðnum hlutum, efnum og hreyfingu, alveg eins og hreyfing rykagna. Tilfinningaorkan er viðkvæm fyrir vindi og safnast frekar fyrir í dölum, skógum og skjólsælli stöðum eins í yfirgefnum húsum og fáförnum stöðum. Auðveldlega magnast þessi orka upp þar sem umhverfið heldur um fleiri en eina veru, þess vegna er gleði margra áhrifameiri og eftirminnilegri en gleði einnar veru. Við leitumst þess vegna við það frá bærnæsku að deila eigin gleði til þess að fleiri geti notið hennar.

Þar sem margir hafa komið saman og magnað upp tilfinningaorkuna á einn eða annan máta, skapast sameiginlegt flæði sem allir finna sig hluta af og er allir fara hver í sína áttina taka allir eitthvað af orkunni með sér, þannig að lítið sem ekkert er eftir af tilfinningaorku á staðnum sem komið var saman á.

Tilfinningaorka hegðar sér eins og ljósorka, hún hreyfist eins og rafsegulbylgjur ljóseinda og brotnar í mismunandi litbrigði eftir orkumagni sem tifar innan ákveðinnar tíðni. Þær víbra inn um og inn í hverja einustu ljóseind og öreind sem við stöndum saman af, um hvert einast atóm, hverja einustu frumu tilveru okkar. Eins og rafsegulbylgjur myndar tilfinningaorkan segulsvið utan um okkur, það er samt ekki það sem við köllum áru, heldur er það tilfinnanlegt segulsvið samanber Innsæisgreind hjartans (The Heart´s Intuitive Intelligence).

Segulsvið hjartans.

Segulsvið hjartans.

Það fer eftir tilfinnanlegu jafnvægi okkar og orkumagni tilfinningabylgjanna hversu vel við getum varið okkur við tilfinnanlegu áreiti annarra vera og orkumynstri umhverfisins. Tilfinnanlegt tilfinningajafnvægi okkar virkar eins og næringarjafnvægi, það stjórnast af því hvernig við nærum okkur tilfinnanlega – tilfinningalega, við getum nært okkur sjálf, aðra og umhverfið. Við fáum einnig næringu úr orkuumhverfinu og af orku samferðafólks okkar og annarra vera sem deila með okkur hluta af deginum.

Tilfinnanlegt segulsvið okkar er það sem sýnir útgeislun okkar, það sem fangar andrúmsloftið í kringum okkur og gefur okkur tilfinningu fyrir staðsetningu okkar í samfélagslegum tengslum, afstöðu okkar í öllum samskiptum og þar með upplifunum. Það er skynfæri okkar á tilfinnanlegt umhverfi okkar. Styrkur tilfinningabylgjanna í segulsviðinu gefur okkur grunntóninn fyrir því hvernig við upplifum sjálf okkur í þessu tilfinnanlega umhverfi tilfinninganna og gefur öðrum tilfinnanlega tóninn fyir því hver við erum eða hver við teljum okkur vera.

Tilfinningaorkan er sú orka sem hjálpar okkur að ferðast með vitund, meðvitað á milli vitundarsviða.

Kvenlægir () og karllægir (+) þættir

Í rauninni er hægt að skipta flestu í karl- og kvenlæga hluta, eins og jákvæða og neikvæða hleðslu,  jákvæð hleðsla tengist karllægum hluta og neikvæð hleðsla tengist kvenlægum hluta. Hvorug hleðslan er verri né betri en hin, þetta eru bara tveir pólar sem saman mynda jafnvægi.Kyn er grunnþáttur; kvenlægurþáttur er flæði; yfirleitt óræðnari, tengist neikvæðri hleðslu sem hefur rafsvið sem dregst inn á við. Karlægurþáttur er fasti; yfirleitt þéttari, tengist jákvæðri hleðslu sem hefur rafsvið sem þenst út á við, og ýtir þar með öðrum jákvæðum hleðslum í burtu. Kyn er sitt hvor hluti sama þáttar.

Mínus og plús hlaðnar agnir.

Mínus og plús hlaðnar agnir.

Orkustöðvarnar skiptast í karl- og kvenlægar, að framanverðu eru þær kvenlægar en að aftanverðu eru þær karllægar. Orkubrautirnar sem vefjast í kringum mænuna og umvefja orkustöðvarnar skiptast í karl- og kvenlæga orkurás eins og myndin hér til hliðar sýnir, karllæg er bleik og kvenlæg er blá. Þessar orkubrautir eru lýsandi fyrir hvernig kynbundnu þættirnir þurfa að vinna saman í samhljómi hvor við annan til að skapa jafnvægi alveg eins og orkustöðvarnar og svo margt annað. Við erum því gerð úr orku margra kynbundinna þátta sem í heildina eru hlutlausir, sem oft er kallað hvorugkyn því það inniheldur báða þættina, þætti sem eru í jafnvægi og þar með í samhljómi við hvorn annan.

Karl- og kvennlægar orkurásir.

Karl- og kvennlægar orkurásir.

Karl og kvenn vitund einfaldað

Tilfinnanlegt jafnvægi

Hægt er að setja tilfinnanlegt jafnvægi upp í merki óendanleikans þar sem flæði ákveðins tilfinningaþáttar flæðir í ákveðnum takti frá einum pólnum til annars, svipað og rafhlaðnar agnir í jafnstraumi rafmagns. Ef taktur flæðisins er stöðugur er tilfinningaþátturinn í jafnvægi, ef hann er óreglulegur, of hraður eða of hægur þá er þátturinn í ójafnvægi.

infinity

 

Hægt er að setja tilfinningaþætti hvers vitundarsviðs á þennan máta inn í merki óendanleikans:

+&- Vitundarsvið

Eldingar tré.

Eldingar tré.

Tilfinninga afstaða einstaklinga getur virkað eins og rafhlaðnar agnir sem flæða stöðugt um hvor aðra, þær geta skapað rafmagnaðar aðstæður sem myndast gjarnan þegar mismunandi tilfinningaþættir núast eða þeim slær saman þ.a. hlaðnir þættir af gagnstæðu formerki safnast upp á sitt hvorn tilfinningapólinn. Við þess háttar tilfinningastíflur verður stundum spennan það mikil að afhleðsla tilfinninganna verður sem á formi eldingar eða rafstraums, sem sem hleypir flæðinu aftur af stað. Það flæðir hratt í fyrstu þar til það nær aftur svipuðum takti flæðis og það hafði áður, því þær leitast við að ná aftur jafnvægi. Slík afhleðsla getur valdið okkur bræði og/eða gremju einnig getur afhleðslan valdið miklum tilfinngahita.

Tilfinningaþáttur

Tilfinningaþáttur er einn hátturinn til að greina tilfinningar niður með orðum. Hver tilfinningaþáttur samanstendur af tilfinningum ákveðins tilfinningarófs eins og litróf litatóns. Tilfinningarófið spannar tilfinningar hvers þáttar frá + pól til – póls líkt og litróf litatóns spannar tónana frá mjög dökkum tónum (+ samanber meira magn af grunntóni) til mjög daufra tóna (- samanber minna magn af grunntóni). Tilfinningaþættirnir tifa innan ákveðnis litrófs og ákveðinnar tíðni. Hægt er  að lesa um + og – póla litatónanna í textanum Orkutónar (https://innsaei.com/orkutonar/).

Jafnvægi orkutóna

Útskýring töflu JafnvægiTaflan Jafnvægi

Jafnvægi.

Jafnvægi.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s