Vitund – Meðvitund

Var að setja inn frábært myndband um hvernig er hægt að auka vitund með því að vera meðvituð. Viðtal við Líf- og líffærafræðinginn Bruce Lipton sem hefur gefið út 3 bækur um efnið, endilega kíkið á þetta.

https://innsaei.com/myndbond-ii/    undir Vitund

Setti slóðina inn á síðuna hans á hliðarslána undir:  Áhugavert efni : Vitund – Bruce Lipton

Birt í Miðlar | Færðu inn athugasemd

Heilunar þula.

Var að setja inn nokkrar útgáfur af heilunar þulu sem hefur gagnast mér mjög vel við að ná orkujafnvægi bæði við sjálfa mig, aðra og það umhverfi sem ég dvel í hverju sinni.

Endilega skoðið hana.

https://innsaei.com/heilunar-thula-mantra/

Vonandi gagnast hún ykkur eins vel og mér :).

Birt í Mannrækt | Færðu inn athugasemd

Fyrirlesturinn Jafnvægi

Loksins er annar fyrirlesturinn tilbúinn:

Að hugsa í fjórvídd

Jafnvægi

Jafnvægi forsíðumynd

Hér eru glærurnar á PDF Jafnvægi

Endilega kíkið á myndbönd (https://innsaei.com/myndbond/)  og myndbönd II (https://innsaei.com/myndbond-ii/) hér á hliðarslánni, þar eru þó nokkur myndbönd sem útkýra frekar einstaka þætti sem nefndir eru í fyrirlestrunum.

Ýtarefni er undir Jafnvægi (https://innsaei.com/jafnvaegi/) á slánni hér fyrir ofan.

⇑ ⇑ ⇑ ⇑ ⇑ ⇑ ⇑

Birt í Mannrækt | Færðu inn athugasemd

Heilunarmantra

Hef verið að þróa sjálfsheilunarmöntru:

Sjálfsheilun með eigin grunnorku.

Megi grunnorkan mín hjúpa mig, umvefja mig alla/n og vernda mig (Orkan vafin frá fótum og upp yfir líkamann, niður hinu megin og undir- aftur að byrjun á hringnum).

Megi grunnorkan mín hjúpa mig, vernda mig og næra mig alla/n, (Fylla frá grunni orkuhjúps, frá innsta lagi, upp úr og út úr).

Megi grunnorkan mín vernda mig, næra mig, heila sárin mín, hjarta mitt og koma jafnvægi á tilfinningar mínar.

Megi grunnorkan mínn vernda mig, næra mig, heila hjartað mitt, fylla hjartað mitt og hjálpa mér að fyrirgefa svo ég getir slept hindrunum mínum.

Megi grunnorkan mínn vernda mig, næra mig, heila hjartað mitt, fylla hjartað mitt og hjálpa mér að fyrirgefa og þar með sleppa, svo ég megi verða aftur sú vera sem ég upprunalega er.

Megi grunnorkan mínn vernda mig, næra mig, heila hjartað mitt, fylla hjartað mitt og hjálpa mér að fyrirgefa og þar með sleppa, svo ég megi verða aftur sú vera sem ég upprunalega er. Svo ég megi njóta eigin auðleigðar, innan minna eigin líkama og minnar eigin vitundar.

Fyrir þá sem vilja styrkja eigið ljós 🙂

Birt í Mannrækt | Merkt | Færðu inn athugasemd

Uppfærsla á fyrirlestrinum Tilvist

Hef verið að uppfæra og betrumbæta fyrsta fyrirlesturinn Tilvist svo efnisinnihald hans renni enn betur inn í hugann með auknu innsæi.

Tilvist forsíðumynd

 Tilvist á PDF

Vegna þessa hefur 2. fyrirlesturinn tafist. Hann verður líklegast ekki settur inn hér fyrr en í lok apríl eða byrjun maí.

Er öllu jafnan að vinna að því að uppfæra efnið sem ég hef sett inn á síðuna, laga og breyta texta, myndum og auka við tengla og myndbönd. Þetta hefst jafnt og þétt og því er um að gera að kíkja og skoða 🙂

Birt í Mannrækt | Færðu inn athugasemd

Tilvist

Tilvist er fyrsta námskeiðið af fjórum sem ég er að vinna að um þessar mundir. Námskeiðin eru til þess unnin að útskýra og tengja saman eðlisfræðilögmál sem þekkt eru í heimi vísindana og lögmáli tilfinninga ljóss þar sem tilfinningar eru túlkaðar sem eitt af skilningar vitunum. Einnig á ég eftir að glíma við að setja upp heimsmynd mína miðað við hvað ég skynja og hef verið að vinna að í gegnum árin.  Námskeiðin eru sett upp með ljóði og tilvitnunum, sem sagt klippitextar með myndum, sett upp sem stafræn, ljóðræn, heimilda myndlist. Njótið 🙂

Undir flipanum Námskeiðið- er einnig að finna glærurnar á PDF formi til frekari glöggvunar.

Annað  námskeiðið ,,Jafnvægi“ er væntanlegt í næsta mánuði. Ég vinn að því stöðugt en vandvirknin tefur mig, og tíminn flýgur.

Birt í Mannrækt | Færðu inn athugasemd

Innsæið

Að skynja meira en margur kærir sig um og að sjá meira en talið er viturlegt. Það getur veitt víðsýni, yfirsýn og innsýn, það getur orðið þungbært, ruglað og hrætt. En þessa gáfu má nota til að skilja dýptina í lífinu og styrkja sitt eigið sjálf, einnig má nýta þessa hæfni öðrum til framdráttar í von um að þau hljót sjálfstyrk.

Til þess þarf innsæi.

Einstein

,,Innsæis hugsun er helg hæfni og rökvísin er trúr þjónn.
Við höfum skapað samfélag sem heiðrar þjóninn og hefur gleymt hæfninni.“

Birt í Mannrækt | Færðu inn athugasemd